53212925_1465536420248088_51479250376589
NEYÐARVÖRN

ISR-MATRIX (CAT)

Opnir öllum stelpum/konum sem æfa hjá Tý.


Neyðarvörn fyrir raunhæfar aðstæður, þar sem einblínt er á einfalda og áhrifaríka tækni.

Að grunnámskeiði loknu getur viðkomandi sótt framhaldstíma í CAT.

Framhaldstímar í CAT/ISR eru á virkum dögum samkvæmt stundatöflu

 

ISR - MATRIX  (CAT) var í fyrstu hannað fyrir konur sem starfa fyrir leyniþjónustur og sérsveitir í Bandaríkjunum.

Það var hannað með það fyrir augum að konurnar gætu varið sig sjálfar og komið sér undan árásaraðilum, eða í versta falli varist þar til aðstoð bærist.

Lögð er áhersla á að forðast og koma sér undan stærri og sterkari árásaraðila.


Notast er við leysitök, fellur, hengingar, högg og ýmis bolabrögð til að koma sér undan.

 

Neyðarvörn ISR snýr ekki bara að átökunum sjálfum heldur einnig taktík þeim tengdum.

Hvernig við forðumst átök og komum í veg fyrir að eldfimar aðstæður stigmagnist.

Hvernig við staðsetjum okkur í umhverfinu og nýtum okkur það. Hvernig við beitum okkur í samræmi við þá lagalegu ábyrgð sem hvílir á okkur.

Lærðu að verjast ofbeldi eins og það gerist í raunveruleikanum, þar sem menn svífast einskis og enginn leikdómari stoppar þá af

 


P R U F U T Í M I

Hægt að mæta í prufutíma. Mætt er í Sporthúsið þegar sá tími sem þú hefur áhuga á er að byrja og tilkynna afgreiðslu að þú sért að mæta í prufutíma. Láttu síðan viðkomandi þjálfara vita að þú sért að koma í fyrsta skipti. 


B Ú N A Ð U R

Hefðbundin íþróttaföt duga en einnig er gott að hafa með tannhlíf og MMA hanska.

 

 

 

G R U N N N Á M S K E I Ð

Opið öllum yfir 14 ára

Týr býður reglulega upp á grunnnámskeið sem sérstaklega eru ætluð stelpum/konum en öll önnur grunnámskeið Týs (og tímar) eru opin báðum kynjum.

Grunnnámskeið í ISR - MATRIX  ( CAT ) eru haldin á laugardögum frá 12 - 16.

( Innifalið er að mæta í framhaldstíma vikuna eftir námskeið )

Að grunnnámskeiði loknu geta áskrifendur mætt í CAT/ISR framhaldstíma samkvæmt stundatöflu.

Grunnnámskeið er hægt að kaupa sér en einnig er í boði að skrá sig í áskrift og fá þannig aðgang að öllum grunnnámskeiðum sem Týr býður uppá.

Sjá verðskrá.

Vikuaðgangur í Sporthúsið og TÝR MMA fylgir með

Þ J Á L F A R A R

45931256_1379643548837376_7930827360272646144_o_edited.jpg