ÞREK OG STYRKUR

HERMÓÐUR

 

Hermóður er þrekþjálfun Týs. Æfingarnar eru fjölbreyttar og miða að því að byggja upp þol iðkenda, styrk og úthald. 

Notast er við ketilbjöllur, padsa, púða og sandpoka en einnig er mikið unnið með eigin þyngd. 

Þjálfunin er hugsuð sem alhliða líkamsrækt en æfingar miða helst að því að vera styrkleikamótun fyrir aðrar greinar ISR Matrix. Æfingarnar eru yfirleitt stuttar, um 40 mínútur. En tíminn er nýttur til fulls og æft er af kappi.

Hermóður er opinn öllum iðkendum Týs en einnig er hægt að skrá sig eingöngu í Hermóð.

Hægt að mæta í prufutíma. Þá er hægt að mæta í Sporthúsið þegar sá tími sem þú hefur áhuga á er að byrja og tilkynna afgreiðslu að þú sért að mæta í prufutíma. Láttu síðan viðkomandi þjálfara vita að þú sért að koma í fyrsta skipti. 

Búnaður: Hefðbundin íþróttaföt duga en einnig er gott að hafa með sér eigin boxhanska.