U M   O K K U R

 

TÝR

TÝR er bardagaíþróttafélag sem býður upp á Kickbox, Brasilískt Jiu Jitsu (BJJ), Mixed Martial Arts (MMA) og Þrekþjálfun (Hermóður). Einnig bjóðum við upp á regluleg námskeið í öryggistökum og neyðarvörn (einnig sérnámskeið fyrir stofnanir, fyrirtæki og hópa) sem byggir á ISR Matrix kerfinu. 

 

FJÖLBREYTT REYNSLA OG ÞEKKING

Þjálfarar okkar hafa fjölbreytta reynslu af bardagaíþróttum og koma allir að borðinu með sína sérþekkingu. Meðal þjálfara okkar eru svartbeltingar í BJJ, íslandsmeistarar og verðlaunahafar á stærri mótum úti í heimi á sínu sviði (Kickbox, BJJ), og MMA þjálfarar á heimsmælikvarða. Allir búa yfir margra ára (jafnvel áratuga) reynslu  af iðkun og þjálfun sinnar íþróttar. Ítarlegri upplýsingar um þjálfara okkar má finna hér

 

AÐSTAÐA

Við höfum okkar eigin sal í Sporthúsinu þar sem öll þjálfun fer fram en allir iðkendur Týs hafa aðgang að tækjasal Sporthússins og fjölda hóptíma sem Sporthúsið hefur upp á að bjóða. 

Aðstaða Sporthússins var nýlega endurnýjuð. Þar á meðal eru nýir búningsklefar og mikið endurnýjaður tækjasalur. 

SAMHELDNI

Við hjá Tý hjálpumst að og byggjum hvert annað upp. Það er okkur mjög mikilvægt öllum líði eins og þeir séu velkomnir og að allir sýni æfingarfélögum sínum vinsemd og virðingu. 

ÁBYRGÐ

Iðkendur Týs verða að fylgja ströngum skilyrðum er varða framkomu þeirra og hegðun utan félagsins. Þ.e. stjórn Týs áskilur sér réttinn til að vísa frá þeim sem beitir ofbeldi eða á nokkurn hátt misbeitir því sem hann hefur lært hjá félaginu. Bardagalistum fylgir ábyrgð. Iðkendum Týs ber að axla hana.