STRIKING

KICKBOX

 

Kickbox hjá Tý byggir á blöndu af klassísku boxi og muay thai. Rík áhersla er lögð  á að forðast meiðsli og höfuðáverka og því byggja tímarnir að miklu leyti á tæknilegum æfingum og drillum. 

Opið öllum yfir 14 ára

 

Grunnnámskeið er hægt að kaupa sér en einnig er í boði að skrá sig í áskrift og fá þannig aðgang að öllum grunnnámskeiðum sem Týr býður uppá. Sjá verðskrá.

Einnig er hægt að mæta í prufutíma. Þá er hægt að mæta í Sporthúsið þegar sá tími sem þú hefur áhuga á er að byrja og tilkynna afgreiðslu að þú sért að mæta í prufutíma. Láttu síðan viðkomandi þjálfara vita að þú sért að koma í fyrsta skipti. 

Búnaður: Hefðbundin íþróttaföt duga en einnig er gott að hafa með munnstykki, eigin boxhanska og legghlífar.

Grunnnámskeið í KICKBOX standa yfir 6 vikna tímabil og eru tímar kenndir tvisvar í viku samkvæmt stundatöflu .

FRAMHALDSTÍMAR

 
Að grunnámskeiði loknu getur viðkomkandi sótt framhaldstíma í BJJ/MMA. Í framhaldstímum er grunnurinn æfður betur og nýju bætt við. Framhaldstímar BJJ/MMA eru á virkum dögum samkvæmt stundatöflu. 

 

Ef þú hefur þegar reynslu af BJJ, MMA eða Júdó getur þú skráð þig beint í framhaldstíma í afgreiðslu Sporthússins.