
STRIKING
M M A - K I C K B O X
Í tímunum er farið í högg og spörk sem henta best fyrir MMA íþróttina.
Kennd er tækni úr Hnefaleikum, Muay Thai, Karate og Wrestling.
Rík áhersla er lögð á að forðast meiðsli og höfuðáverka og því byggja tímarnir að miklu leyti á tæknilegum æfingum og drillum.
Að grunnámskeiði loknu getur viðkomandi sótt framhaldstíma í MMA Kickboxi.
Í framhaldstímum er grunnurinn æfður betur og nýju bætt við.
Framhaldstímar í MMA Kickboxi eru á virkum dögum samkvæmt stundatöflu.
Ef þú hefur þegar reynslu af Kickboxi eða MMA getur þú skráð þig beint í framhaldstíma í afgreiðslu Sporthússins.
P R U F U T Í M I
Hægt að mæta í prufutíma.
Mætt er í Sporthúsið þegar sá tími sem þú hefur áhuga á er að byrja og tilkynna afgreiðslu að þú sért að mæta í prufutíma. Láttu síðan viðkomandi þjálfara vita að þú sért að koma í fyrsta skipti.
B Ú N A Ð U R
Hefðbundin íþróttaföt duga en einnig er gott að hafa með munnstykki, eigin boxhanska og legghlífar.
G R U N N N Á M S K E I Ð
Opið öllum yfir 14 ára
Týr býður reglulega upp á grunnnámskeið í MMA Kickboxi
Grunnnámskeið eru haldin á laugardögum frá 12 - 16.
( Innifalið er að mæta í framhaldstíma vikuna eftir námskeið )
Að grunnnámskeiði loknu geta áskrifendur mætt í MMA KICKBOX framhaldstíma samkvæmt stundatöflu.
Grunnnámskeið er hægt að kaupa sér eitt og sér, en einnig er í boði að skrá sig í áskrift og fá þannig aðgang að öllum grunnnámskeiðum sem Týr býður uppá
Sjá verðskrá.
Vikuaðgangur í Sporthúsið og Týr fylgir með
Þ J Á L F A R A R