
UNGLINGASTARF
Ætlað unglingum á aldrinum 13-16 ára.
Kennslan er skipt í vor, sumar og haustönn
Upplýsingar um annir og æfingagjöld
Hægt er að nota frístundastyrkinn uppí æfingagjöldin.
Tímarnir eru kenndir á mánudögum og miðvikudögum frá kl 18:00 til 19:00
og þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 17:30 til 18:30
Í unglingastarfi Týs er kennd sjálfsvörn auk tækni úr bardagaíþróttum eins og brasilísku jiu jitsu, kickboxi og standandi glímu.
Önnin er sett upp á skemmtilegan hátt þar sem þau byrja að læra að verjast úr bestu mögulegu stöðu
og færast svo yfir í meira krefjandi stöður eftir því sem líður á önnina.
Þau læra uppgjafartök, tækni til að stjórna mótaðila, högg og spörk og varnir gegn þeim.
Unglingarnir eru frædd um afleiðingar þess að beita þessari tækni á vitlausan hátt.
Við viljum skapa eins öruggar aðstæður á æfingum og hægt er.
Mikil áhersla er lögð á öryggi og fræðslu tengda uppgjafartökum og höfuðhöggum
og afleiðingum sem geta komið af þeim ef vitlaust er farið að.
Allar æfingar eru undir öruggri leiðsögn þjálfara.
Mikil áhersla er lögð á gott félagslíf og samheldni.
Við viljum halda uppi góðum anda á æfingum og skapa gott andrúmsloft svo allir geta lært á sínum hraða. Stefnt verður á að hittast utan æfinga einstöku sinnum til þess að þjappa hópnum enn betur saman ef aðstæður leyfa.
Við hjá Tý höfum fulla trú á að með því að læra sjálfsvörn eykst sjálfsöryggi, agi og styrkur til að takast á við daglegar athafnir en æfingarnar veita líka góða útrás sem getur skilað sér í betri einbeitingu og líðan.
Aukið öryggi er ómetanlegt.
B Ú N A Ð U R
Hefðbundin íþróttaföt duga en gott er að eiga glímu galla (Brazilian jiu jitsu).
( Hægt er að kaupa þá hjá Sportvörum )
Y F I R Þ J Á L F A R I
Yfirþjálfari er Imma Helga.
Hún hefur 23 ára reynslu í bardagaíþróttum og 10 ára reynslu af þjálfun.
Hún er margfaldur Íslandsmeistari í hnefaleikum og er ósigruð á Íslandi.
Hún hefur einnig keppt í karate og MMA með góðum árangri.
Þ J Á L F A R A R