Í BJJ/MMA tímum er aðallega farið í glímu en hún er einnig sett í samhengi við MMA.
Hjá Tý reynum við að leggja jafna áherslu á gólf- og standandi glímu og tökum mið af ólíkum sviðum glímunnar.
Kickbox hjá Tý byggir á blöndu af klassísku boxi og muay thai. Rík áhersla er lögð á að forðast meiðsli og höfuðáverka og því byggja tímarnir að miklu leyti á tæknilegum æfingum og drillum.
Um er að ræða neyðarvörn sem byggir á glímu og kickboxi. Notast er við kerfi ISR Matrix sem snýr að átökum í raunveruleikanum þar sem einblínt er á einfalda og áhrifaríka tækni.
Stelputímar Týs eru lokaðir tímar, eingöngu opnir konum. Tímarnir eru samblanda af BJJ, MMA og neyðarvörn (sem byggir á ISR MATRIX) fyrir raunhæfar aðstæður.
Hermóður er þrekþjálfun Týs. Æfingarnar eru fjölbreyttar og miða að því að byggja upp þol iðkenda, styrk og úthald.
Notast er við ketilbjöllur, padsa, púða og sandpoka en einnig er mikið unnið með eiginþyngd.